Í lok mars mánaðar 2011 héldum við Alla ásamt Eddu Þórunni til Lundar í Svíþjóð að heimsækja Jóa og Guðrúnu og undislegu ömmu og afa stelpurnar okkar þær Írenu Rún og Ástu Silvíu. Við flugum til Kaupmannahafnar þaðan sem við þurftum síðan að taka lest til Lundar.
Eftir að hafa keypt lestarmiða til Lundar á Kastrup héldum við niður á lestarstöðina undir flugvellinum. Á skiltunum á lestarstöðinni var hvergi minnst á lest til Lundar og þar sem ég var ekki viss hvort ég ætti að taka lestina til Malmö ákvað ég að hringja í Jóa og spyrja hann. Þá gefur ensk kona sig á tal við okkur og segist vera að fara til Landskrona en það er sama lesti sem fer þangað og til Lundar. Konan var með lítinn bakpoka á bakinu og blindrastaf í annarri hendi. Eftir að hafa loks komist að niðurstöðu um hvaða lest við ættum að taka snýr Alla sér að konunni og spyr:
„What are you doing in Sweden? Are you going to walk?“
„Walk? No why do you ask?“ Svarar sú enska
„No, because you have a stick“. Segir Alla og gýtur augunum á blindrastafinn sem konan heldur á.
„Oh, no it is my sight. I can´t see very well.“
„Oh, sorry. You are blind.“ Segir Alla og brosir afsakandi.
„No not blind. Just can´t see very well with this eye.“ Svarar enska konan og bendir á annað augað á sér.
Þegar þarna var komið við sögu var ég þegar á leiðinni að næsta stoppistaur á brautarstöðinni.