Jæja elsku vinir og fjölskylda. Þetta er mitt blogg. Eða þannig. Í stað þess að vera með einhverja “blogg” vefsíðu sem þarf að uppfæra á mínútu fresti hef ég ákveðið að notast bara við e-mail blogg.
Þannig þarf ég ekki að skrifa neitt nema mig langi til og þegar ég skrifa það þá get ég verið nokkuð öruggur með að það verður lesið. Alla vega þangað til þið verðið leið á mér og hendið mér í ruslið. Hér gengur lífið sinn vangang. Fyrir neðan svalirnar sem ég sit úti á er nokkurra mánaða barn, útlendingur, að ýta litlu plastborði fram og til baka um flísalagða veröndina, mér til mikillar ánægju. Þetta hljóð er dásamlega óþolandi og ég er mikið að hugsa um að fara niður og hella úr skálum reiði minnir yfir þessa útlendina þarna sem virðist ekki detta í hug að kaupa bolta handa barninu. Ég verð þó að sitja á mér þar sem að ég væri þá að ganga inn á verksvið Álfhildar, sem sér um svona hluti á heimilinu. Betra að bíða bara eftir því að hún komi inn og senda hana á þetta dúng-dong-da lið.
Bjórinn er ennþá jafn góður og rauðvínið verður bara betra sem er ekki hægt að segja um mína íslensku húð sem virðist ekki geta sætt sig við sólina sem lætur stundum sjá sig hérna. Sem betur fer ákvað sólin að láta sjá sig í dag eftir þrumur, eldingar og rigningu í gær. Ég losnaði þannig við liðið út í garð og gat síðan rekið það niður á strönd og fengið þannig að drekka minn bjór í friði, skrifa þetta og annað og slaka á. Verst með þetta útlenska barn. Þyrfti að reka það eitthvað líka! Eftir þennan dag er ég síðan búinn að taka þá ákvörðun að fara að haga mér eins og íslendingur hérna. Ég ætla að verða brúnastur allra hvað sem það kostar. Þannig þarf ég að vakna klukkan hálf níu á hverjum morgni, drífa mig út í garð og passa að snúa mér reglulega svo að brúnkan dreifist jafnt yfir líkamann. Síðan þarf ég að vera kominn undir lak ekki síðar en klukkan 23.00 á hverju kvöldi og ég má ekki undir nokkrum kringumstæðum drekka meira en einn bjór á dag og rauðvín er að sjálfsögðu bannað.
Þannig hef ég frá einhverju að sýna þegar ég kem heim en engu að segja. Jú ég get sagt frá því hvað það var mikil vinna að snúa sér á bekknum.
Ef ég geri þetta ekki og fer ekki að haga mér eins og sannur íslendingur þá hef ég ekkert að sýna þegar ég kem heim en frá mörgu að segja og það er auðvitað hundleiðinlegt að segja frá einhverju sem enginn vill hlusta á. Eins og t.d. “vitið þið hvað rauðvínið er ódýrt á Spáni.” Eða “bjórinn kostar eiginlega ekki neitt.” Eða “ég drakk bjór á daginn, rauðvín og irish á kvöldinn fékk mér nautasteik og slakaði svo vel á að ég man ekkert eftir því hvernig dagarnir liðu.” Nei það nennir engin að hlusta á svoleiðis sögur þannig að það er líklega best að drífa sig út í garð og sýna þessu liði hvernig það á að fara að því að verða brúnn á Spáni.
p.s.
Alla er búin að haga sér ótrúlega vel. Hún er ekki ennþá búin að biðja þjónana um “bodybag” fyrir matinn en á kínverska veitingastaðnum í fyrrakvöld sagði hún yfirþjóninum að hún væri “so sad I´m gonna blow up.