Pistlar 2008

Kæru vinir. Ég sit hér á svölunum á Hótel La Colina með tölvuna fyrir framan mig og kaldan Amstel við hliðina á mér og læt andvarann leika um hálfnakinn líkamann. Æi, ég held að ég byrji aftur!

Jæja elsku vinir og fjölskylda. Þetta er mitt blogg. Eða þannig. Í stað þess að vera með einhverja “blogg” vefsíðu sem þarf að uppfæra á mínútu fresti hef ég ákveðið að notast bara við e-mail blogg.

Jæja öll þið fölu og snjóhvítu þarna heima á Íslandi. Héðan er allt gott að frétta eins og vanalega. Hópur af náfölum íslendingum kom hingað í nótt og mér sýnist að þeir séu flestir búnir að stimpla sig inn. Liggja eins og hráviði í garðinum og lýsa allt upp með snjóhvítri húðinni.

Ég get bara sagt O.M.G. Hitinn hér hækkar með hverjum deginum og er sennilega kominn í 35 gráður núna. Í forsælu. Það er erfitt að vera í fötum og maður er eins og gatasigti þar sem allur vökvi sem maður lætur ofan í sig rennur samstundis út úr líkamanum. Svitabað er eina orðið sem er til yfir svona aðstæður.

Sólarvörninni er makað á maga, læri, leggi, handleggi, andlit, bak og hvar þar sem sést í bert skinn. Stuttbuxurnar eru brettar eins langt upp í nára og mögulegt er til að hámarka það svæði sem sólin nær til. Svona er útsýnið af svölunum.

Page 1 of 2

Leita

Dagatal

« September 2020 »
Mán Þri Mid Fim Fös Lau Sun
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30