Pistlar 2019

Þegar ég lagðist á koddann í gær átti ég frekar erfitt með að sofna. Það var eitthvað sem var . Eitthvað sem angraði mig. Allt í einu fattaði ég hvað það var. Ég hafði verið rændur í Búdapest.

 

Eftir viðburðaríkan laugardag sem kvenfólkið hafði notað til að heimsækja verslanir borgarinnar rann Páskadagur upp með sól og 20 stiga hita. Sem betur fer þá hafa Ungverjar tuskubúðirnar lokaðar á þessum degi og þeim næsta sem á eftir fylgir. Ég hafði reyndar heyrt eitthvað tal um að mollin væru opin en passaði mig á því að nefna það ekki við neinn í hópnum. Þessi í stað hvatti ég kvenfólkið til að slaka aðeins á og prófa sólina í nokkra tíma. Hvað er jú betra en að liggja í sólinni og slaka á.

Ferðin til Martin gekk bara vel. Flogið var með Wizz air frá Keflavík til Búdapest þar sem leigubíll beið okkar. Við tóku 3,5 tímar í leigubíl sem gengu bara vel. Sérstaklega eftir að Alla hafði áttað sig á því að hún var í austur evrópu og leigubílstjórinn var Slóvaki en ekki Spánverji. Hann skildi ekki „si si“ eða önnur spænsk orð.
Eftir aksturinn í leigubílnum bókuðum við okkur inn á hótel Turiec í Martin og héldum síðan heim til Eddu og Magga þar sem okkar beið gómsætt Lasagne. Klukkan var orðin margt og allir þreyttir eftir ferðalagið þannig að fljótlega var

Leita

Dagatal

« Nóvember 2020 »
Mán Þri Mid Fim Fös Lau Sun
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30