thg

thg

„Ertu til í að ganga upp á eitthvað fjall með mér?“
„Ha! Ganga upp á fjall?“ Ég var rétt nýbúinn að klára úr fyrsta kaffibolla dagsins og þ.a.l. tæplega vaknaður.

„Já. Mig langar svo að ganga upp á fjall hér fyrir austan.“

Ég á bara eitt lýsingarorð til að lýsa ferðinni á Regal Princess hingað til. „Ólýsanlega geggjað“.
Miðað við Barcelona þá hefði ég nú alveg sætt mig við fellihýsi á Skagaströnd eða jafnvel hótel á Benidorm.

Dagurinn í dag hefur farið í að slaka á eftir erfiðan dag í sólinni í gær og frábært kvöld á skipinu. Það er svakalega erfitt að liggja á sólbekk í 30 stiga hita og sólskyni og gera ekki neitt, nema kannski lesa. Heilinn í manni gerir endalausar tilraunir til að fá mann til að fara að gera eitthvað af viti en líkaminn neitar að hlýða fyrr en heilinn gefur fyrirskipun um að vökvunar sé þörf. Þá þarf maður að ákveða í hvaða formi vökvunin á að vera. Vatn, gos,

Svitinn lak niður ennið á mér og rann mjúklega niður nefið þar sem hann breiddi úr sér og flæddi yfir bæði augun. Ég teygði mig í handklæðið sem lá á bekknum við hliðina mér, tók af mér sólgleraugun og þerraði svitann. Hitinn í Napolí í dag er 28 °C en í sólinni er hann líklega nær 40 gráðum.

Þriðjudagurinn heilsaði okkur kl. 6.00 með sólskyni og 28 stiga hita í Civitavecchia. Eftir góðan morgunverð var haldið af stað um kl. 7.30 áleiðis til Rómar. Civitavecchia er hafnarborg en frá henni er um 90 mínútna akstur inn í miðborg Rómar. Ferðalagið gekk vel fyrir sig og rétt eftir hádegi höfðum við skoðað „Spanish steps“, „Trevi Fountain“ og „Pantheon“.

Ég svaf yfir mig í dag og vaknaði ekki fyrr en um hálf níu. Ég byrjaði á því að reyna að vekja Öllu með litlum árangri þangað til ég fattaði að segja við hana „Alla mín. Sól.“ Þá spratt hún strax fram úr rúminu.

Hið langþráða ferðalag á vit ævintýranna í siglingu um miðjarðarhafið með stuttu stoppi í Barcelona er nú loksins hafið. Það er reyndar löngu hafið þar sem núna erum við á leið til Toulon í Frakklandi. Ég varð bara fyrir svo miklu sjokki þegar ég kom til Barcelona að ég gat ekki sest niður fyrr og byrjað á ferðasögunni.

Ég hefði aldrei trúað því sjálfur ef einhver hefði sagt mér að ég ætti einhvertíman eftir að vakna kl. 6 um morgunn til þess að fara á ströndina. Ég hefði nú bara hlegið og líklega sagt að slíkt myndi ég aldrei gera þó að mér væri borgað fyrir það. Á fimmtudaginn vaknaði ég kl. 6 um morgunn til að gera mig kláran á ströndina og ég borgaði meira að segja sjálfur fyrir ferðina! Hvað gerðist veit ég ekki ennþá nema kannski þetta vanalega, „Hvað gerir maður ekki fyrir konuna!“

Ég stóð með kaffibolla í hönd og fylgdist með maurunum, engisprettunum og mýunum yfirgefa Regal Princess í Aþenu. Ég var tiltölulega nývaknaður og hafði aðeins fengið mér forréttamorgunamat (einn banana) enda var klukkan ekki nema átta að morgni.

Kæru vinir. Ég sit hér á svölunum á Hótel La Colina með tölvuna fyrir framan mig og kaldan Amstel við hliðina á mér og læt andvarann leika um hálfnakinn líkamann. Æi, ég held að ég byrji aftur!

Leita

Dagatal

« Ágúst 2020 »
Mán Þri Mid Fim Fös Lau Sun
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31