thg

thg

Dagur 5

Þegar maður belgir sig út af bjór verður maður ekki drukkinn heldur mikið frekar kærulaus. Tilfinningin i tungunni er eins og hún sé aðeins þykkari og pínulítið loðin. Þá kemur fram þessi þörf að hreyfa og nota tunguna og maður fer að blaðra einhverja vitleysu.

Dagur 6

Þessi dagur átti að fara í afslöppun. En guð minn góður. Það ringdi eldi og brennistein og það þýddi bara eitt. Átlett!Þetta er ekki fyndið lengur. Er ekki til einhver ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í innkaupaferðum?

Við siglum áleiðis til Jamaica, nánar tiltekið til fæðingarbæjar Bob Marley, Ocho Rios. Þessi áfangastaður var ekki inni í upphaflegri áætlun en þar sem viðurspá var slæm fyrir Bahamas var ákveðið að breyta til.

Skógivaxin fjallshlíðin mætti augum mínum þegar ég steig út svalirnar á klefanum mínum kl. 9 að morgni þriðjudagsins 22. mars. Skipið lá við bryggju sem var eins og landgangur í laginu. Hún lá ofurlítið út í sjó og beygði síðan upp að skipinu.

Ég vaknaði snemma eins og vanalega og við mér blasti skýjaður himinn. Það fór smá ónotahrollur um mig en síðan róaðist ég aðeins þegar ég vaknaði betur og áttaði mig á því að ég væri á skipi en ekki í Orlando innan um hryllingsbúðir og átlett.

Sólardýrin tóku daginn snemma til að vinna fyrirfram upp sólartapið sem framundan var vegna fyrirhugaðrar skoðurnarferðar inn í frumskóginn að fornum Maya rústum. Skoðunarferðin hófst um hádegisbil með klukkutíma rútuferð inn í land.

Kvöldið í gær var skemmtilegt. VIð borðuðum á hlaðborðsstaðnum á 16. hæð. Gott ef ég fékk ekki besta matinn í ferðinni hingað til? Úrval af Inverskum réttum á færibandi. Rosalega gott. Þegar allir voru búnir að borða yfir sig var haldið út á dekk þar sem setið var að spjalli með kokteil í hönd.

Í gærmorgun þurftu sólardýrin að vakna kl. 7 þar sem þau voru skráð í strandferð í Cozumel. Að vera sólardýr í svona ferð er mikil vinna. Þú þarft að vakna snemma, ná þér í bekk úti á þilfari og liggja þar næstu 8 tímana.

“Hægðu á þér. Það er bíll! Það er bíll þarna! Passaðu þig á beygjunni! Guð minn góður. Það er brekka! Viltu hægja á þér maður! Stoppaðu bílinn. Ég ætla að labba! Sérðu hvað þessi keyrir varlega!” 

“Como estas.” Alla brosti fallega framan í ungu konuna í heita pottinum í sundlauginni á Egilsstöðum. “Se encuentran de España?”
Konan brosti vandræðalega til baka.

Leita

Dagatal

« Ágúst 2020 »
Mán Þri Mid Fim Fös Lau Sun
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31