Orlando-Dagur 3

mar 18 2016 Vertu fyrst-ur til að skrifa ummæli!
Meta þessa grein
(0 atkvæði)

Dagur 3

Ég sá mér til skelfingar þegar ég leit út um gluggann að það voru ský á himni. Þetta eru óveðursský, hugsaði ég með mér þar sem ég vissi hvað þetta þýddi. Það voru moll og átlett í dag. Klukkan var nú ekki nema rétt gengin í 10 og sólardýrin voru sofandi þannig að ég ákvað að læðast um á tánum til að vekja þær nú örugglega ekki.

Það gekk vel eftir því að þær voru ekki komnar á lappir fyrr en um 11 leytið. Það var nú samt skammgóður vermir þegar ég heyrði þær tala saman um að mollin væru opin til 11 um nóttina.
Hvað er eiginlega að þessum verslunarmönnum. Þeir vinna endalaust. Ég man þá gömlu góðu daga þegar ég var að vinna í Miklagarði og það var lokað klukkan 18.30 á kvöldin og aldrei opið á sunnudögum. Það var meira að segja lokað allar helgar yfir sumartímann. Þá þurftu þeir sem gleymdu einhverju að standa í biðröð hjá kaupmanninum á horninu úti á nesi að venjulegum verslunartíma loknum. Þetta voru góðir tímar.
Hvað um það, þessi dagur fór því miður í hundana en svona er lífið í Orlando. Um kvöldið var ákveðið að hitta íslendinga sem eru hér rétt hjá okkur á Orlando. Frænku Svövu, vinkonu hennar og karlanna þeirra. Ákveðið var að fara út að borða á Friday´s sem þýddi vonandi að maður fengi lokst eitthvað ætt að borða. Maður má nefnilega þakka fyrir að fá eins og einn hamborgara í þessum moll og átlett ferðum. Ég hélt reyndar að þessu frænka hennar Svövu væri eldri kona sem væri hér í einhverri “skoðunarferð” en komst síðan að því þegar við hittum hana að hún er einhverskonar alfræðiorðabók fyrir moll og átlett í Orlando. Þarna þar sem ég sat við borðið á Firday´s fattaði ég hvað við Jói erum miklir asnar. Stelpurnar voru ekki bara að fara að hitta frænku Svövu heldur voru þær að fá upplýsingar. Og upplýsingarnar fengu þær. Nákvæmar lýsingar á hverju einasta molli og átletti í Orlondo og á öllum Floridaskaga.
Við Jói berjum okkur reglulega á brjóst og hreykjumst yfir því að vera íslenskir karlmenn. Stórir og sterkir, náttúrulega fallegir og gáfaðir með afbrigðum en í höndunum á íslensku konunum okkar erum við í besta falli eins og viljalausir smástrákar. “Svona Tóti minn. Fáðu þér nú einn bjór að meðan ég fer í átlettið.” Og fáðu þér síðan annan áður en ég kem aftur. Og líka þann þriðja.” Og viti menn þetta virkar. Bjór er nefnilega ríkur af kvenhormónum og það er ekki nóg með að við hinir íslensku karlmenn forum á trúnað hvor við annan eftir einn bjór heldur brosum við bara þegar okkur er réttur hver innkaupabréfpokinn á fætur öðrum og segjum: “Á ég ekki að bera eitthvað meira elskan.”
Nei, nú er ég búinn að ákveða að hætta að drekka bjór hér í Orlando. Ég verð að vera með fullu viti og laus við alla kvenhormóna í þessari ferð ef það er mögulegt. P.s. Myndin sem er hér með er af Svövu og Jóa á leiðinni heim úr átlettinu í dag.

 

 

 

Lesið 256 sinnum Síðast breytt þann júl 01 2019
Aðrar greinar í þessum flokki: « Orlando Dagur 1 Orlando-Dagur 4 »
thg

Skrifa ummæli

Athugaðu að skrá nauðsynlegar (*) upplýsingar þar sem þess er krafist. HTML kóði er ekki leyfður.

Leita

Dagatal

« Júlí 2020 »
Mán Þri Mid Fim Fös Lau Sun
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31