Orlando Dagur 6

mar 20 2016 Vertu fyrst-ur til að skrifa ummæli!
Meta þessa grein
(0 atkvæði)

Dagur 6

Þessi dagur átti að fara í afslöppun. En guð minn góður. Það ringdi eldi og brennistein og það þýddi bara eitt. Átlett!Þetta er ekki fyndið lengur. Er ekki til einhver ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í innkaupaferðum?

Það er bisnesshugmynd sem getur ekki klikkað. Fylla eina þotu af íslenskum konum, láta þær hafa sólarvörn og kreditkort í poka og bæ bæ. Þær fara til Orlando í viku og maður getur legið heima með tærnar upp í loft eða farið til London á fótboltaleik með félögunum. Konan kemur síðan heim endurnærð og hress þangað til fíknin nær aftur tökum á henni. En þá er bara aftur ein þota, sólarvörn og kreditkort og málið er leyst.

Ég verð reyndar að segja að ég hef áhyggjur af honum Jóa mínum. Ég sé ekki betur en að hann hafi gefist upp nú þegar. Hann missti það út úr sér áðan að honum fyndist bara gaman að keyra bíl hér á Orlando. Það er fatalt að láta þetta út úr sér svo að sólardýrin heyri. Þá er maður búinn að dæma sjálfan sig til að vera ekki aðeins bílstjórinn þeirra heldur einnig pokadýr. Ekki ég. Ég er búinn að fatta þetta og mun ekki drekka einn sopa af bjór fyrr en ég kem um borð í skipið á morgun. Þar eru engin átlett og engin moll. Bara lundabúð sem mín hefur engan áhuga á. Þvílíkir dýrðardagar framundan. Jæja nú verð ég víst að hætta því að ég þarf að fara með henni Öllu minni út í hryllingsbúð.

Dagur 7

Dagurinn var tekinn snemma og þegar klukkan sló 7 var haldið af stað til Fort Lauderdale. Sex nátta dvöl í Orlando var að baki og framundan 3,5 klst akstur til móts við Regal Princess. Aksturinn gekk vel fyrir utan tilraunina sem Jói gerði til að svína fyrir einhvern ameríkana á hraðbrautinni við mikinn fögnuð okkar hinna.
Það gekk hratt og auðveldlega fyrir sig að tékka inn á skipið en þegar við vorum komin innfyrir borðstokkinn tók við stutt bið eftir lyftu enda mikil ötröð í þær. Loks fengum við eina sem okkur tókst að troða okkur inn um. Allt í einu sjáum við eitthvað menngrey gera sig líklegan til að lauma sér inn í lyftuna til okkar. Alla hélt nú ekki og sagði við hann. “Sorry, you are to big.” Hún ætlaði sér að segja manninum að lyftan væri full.
Núna tók við bið eftir töskunum þannig að við drifum okkur inn í skip til að athuga hvort kokteilarnir væru ekki lagi á börunum, fá okkur smá að borða og skoða okkur um.

 

Lesið 310 sinnum Síðast breytt þann júl 01 2019
Aðrar greinar í þessum flokki: « Orlando-Dagur 5 Cariba Ocho Rios »
thg

Skrifa ummæli

Athugaðu að skrá nauðsynlegar (*) upplýsingar þar sem þess er krafist. HTML kóði er ekki leyfður.

Leita

Dagatal

« Júlí 2020 »
Mán Þri Mid Fim Fös Lau Sun
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31