Pistlarum eitt og annað

Pistlar 2014

Pistlar 2014

Hið langþráða ferðalag á vit ævintýranna í siglingu um miðjarðarhafið með stuttu stoppi í Barcelona er nú loksins hafið. Það er reyndar löngu hafið þar sem núna erum við á leið til Toulon í Frakklandi. Ég varð bara fyrir svo miklu sjokki þegar ég kom til Barcelona að ég gat ekki sest niður fyrr og byrjað á ferðasögunni.

Ég hefði aldrei trúað því sjálfur ef einhver hefði sagt mér að ég ætti einhvertíman eftir að vakna kl. 6 um morgunn til þess að fara á ströndina. Ég hefði nú bara hlegið og líklega sagt að slíkt myndi ég aldrei gera þó að mér væri borgað fyrir það. Á fimmtudaginn vaknaði ég kl. 6 um morgunn til að gera mig kláran á ströndina og ég borgaði meira að segja sjálfur fyrir ferðina! Hvað gerðist veit ég ekki ennþá nema kannski þetta vanalega, „Hvað gerir maður ekki fyrir konuna!“

Ég stóð með kaffibolla í hönd og fylgdist með maurunum, engisprettunum og mýunum yfirgefa Regal Princess í Aþenu. Ég var tiltölulega nývaknaður og hafði aðeins fengið mér forréttamorgunamat (einn banana) enda var klukkan ekki nema átta að morgni.

Page 2 of 2

Leita

Dagatal

« Júlí 2020 »
Mán Þri Mid Fim Fös Lau Sun
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31