Pistlarum eitt og annað

Pistlar 2014

Miðjarðarhaf-Róm

júl 28 2014 Vertu fyrst-ur til að skrifa ummæli!
Meta þessa grein
(0 atkvæði)

Þriðjudagurinn heilsaði okkur kl. 6.00 með sólskyni og 28 stiga hita í Civitavecchia. Eftir góðan morgunverð var haldið af stað um kl. 7.30 áleiðis til Rómar. Civitavecchia er hafnarborg en frá henni er um 90 mínútna akstur inn í miðborg Rómar. Ferðalagið gekk vel fyrir sig og rétt eftir hádegi höfðum við skoðað „Spanish steps“, „Trevi Fountain“ og „Pantheon“.

Hádegismaturinn var borinn í okkur á flottu hóteli í miðborginni þar sem við Alla sátum til borðs með amersískum slökkviðliðsstjóra og konu hans. Það er talsvert mikið af könum á skipinu en einnig mjög mikið af evrópubúum. :essi tvö voru búin að ferðast mikið á skemmtiferðaskipum og töldu það frábæran kost til að skoða sig um.

Þau sögðu okkur að þau væru mikið fyrir að kaupa listaverk og hér á skipinu væri frábært tækifæri til að kaupa málverk eftir hina ýmsu listamenn. Alla sýndi strax áhuga svo að konan spurði hana hvort hún væri mikið fyrir málverk og listmálara og Alla sagði að sjálfsögðu já. Þá kom næsta spurning frá konunni: „Eins og eftir hvaða listmálara?“ Alla sagði: „uh, ah, ah yes Kjarval.“ Hjónin könnuðust ekki við hann og þegar konan fór að tala um immpressionista þá breytti ég um umræðuefni og fór að spyrja slökkviliðsstjórann spjörunum úr varðanda starfið hans. Hann er á aldur við mig en talsvert þéttari um miðjuna svo að ég gat ekki annað en spurt hann hvort að slökkviliðsmenn í bandaríkjunum þyrftu ekki að vera fitt. Hann brosti og sagðist ekki þurfa þess sjálfur lengur þar sem hann ynni í raun mest við skrifborðið. En mennirnir á stöðinni hjá honum þyrftu að vera mjög vel á sig komnir líkamlega.

Eftir frekar vöndan hádegismat sem samanstóð af pasta í tómatssósu og steiktu kálfasnitseli var haldið af stað aftur í núna var stefnan tekin í Vatikanið og á Péturstorgið í Róm. Á leiðinni var ekið fram hjá Colosseum og rústum keisarahallarinnar. Því miður gafst ekki mikill tími á Péturstorginu en það skipti í raun engu máli. Nóg að hafa komið þangað og barið byggingarnar stórkostlegu og stytturnar augum. Haldið var til baka um kaffileiti sem var ágætt þar sem hitinn var farinn að verða óbærilegur. Ég var alveg gersamelga að bráðna en hugsandi um veðurfarið heima ákvað ég að herða mig upp og njóta hitans og sólarinnar til fullnustu.

 

Lesið 374 sinnum Síðast breytt þann jún 30 2019
thg

Skrifa ummæli

Athugaðu að skrá nauðsynlegar (*) upplýsingar þar sem þess er krafist. HTML kóði er ekki leyfður.

Leita

Dagatal

« Júlí 2020 »
Mán Þri Mid Fim Fös Lau Sun
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31